Um Novum

Novum lögfræðiþjónusta ehf. er ný lögmannsstofa sem hóf starfsemi sína í byrjun september 2019. Þar er þekking, reynsla og hæfni til staðar til að veita góða alhliða lögfræðiþjónustu.

Novum leitast við að veita hraða en faglega þjónustu. Lagt er upp með að veita aðeins nauðsynlega þjónustu og ráðgjöf svo að viðskiptavinir þurfi aðeins að greiða fyrir það sem óhjákvæmilegt er.

Ólafur Lúther Einarsson

Ólafur Lúther Einarsson

Lögmaður

Ólafur Lúther Einarsson er eigandi og lögmaður hjá Novum. Hann útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands árið 2002 og hóf þá störf hjá Vátryggingafélagi Íslands hf. Hann öðlaðist réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómi 2004. Þar var hann í hinum ýmsu störfum í rúm 16 ár eða þar til að hann hætti í lok apríl 2019.

Ólafur var fyrst lögmaður á tjónasviði (2002 – 2008) og flutti yfir 30 dómsmál fyrir félagið. Árið 2008 varð hann lögmaður á skrifstofu forstjóra VÍS en tók svo við sem yfirlögfræðingur félagsins árið 2010 og varð samhliða því ritari stjórnar.

Að lokum varð hann framkvæmdastjóri árið 2017 (m.a. tjónamál og tryggingar) og gegndi þeirri stöðu þar til hann hætti störfum hjá VÍS í lok apríl 2019.

Heiðar Örn Stefánsson

Heiðar Örn Stefánsson

Lögmaður

Heiðar Örn hefur helgað sig málflutningi allt frá útskrift úr lagadeild Háskóla Íslands í janúar 2007. Hann var laganemi, lögfræðingur og síðar lögmaður hjá Pactamálflutningur og ráðgjöf frá janúar 2005 til september 2007 og lögmaður hjá LOGOS lögmannsþjónustu frá september 2007 til apríl 2018. Á þessum tíma flutti Heiðar Örn fjölda dómsmála og fékk réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti í febrúar 2013.

Heiðar Örn var lögmaður Mosfellsbæjar frá apríl 2018 til maí 2020 og stofnandi og eigandi Lögmannsstofu Heiðars Arnar frá apríl 2018. Hefur verið í samstarfi með Novum frá janúar 2020. Árin 2018 og 2019 stundaði Heiðar Örn nám í réttarheimspeki við Goethe University í Frankfurt am Main. Hann hefur sinnt kennslu í Skaðabóta-og refsirétti og Fasteignakauparétti í námi til löggildingar fasteignasala hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Þá hefur Heiðar Örn sinnt ýmsum trúnaðarstörfum og hefur meðal annars verið fulltrúi Menntamálaráðherra í stjórn Lánasjóðs Íslenskra námsmanna Varafulltrúi Menntamálaráðherra í Háskólaráði H.Í. Setið í ýmsum kjörstjórnum, verið kjörinn fulltrúi í Stúdentaráð Háskóla Íslands og Stjórn Orators auk þess að hafa verið Ritstjóri Úlfljóts.

Telma Sif Reynisdóttir

Telma Sif Reynisdóttir

Lögmaður

Telma Sif er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum. Hún útskrifaðist með BA gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands vorið 2018 og með meistaragráðu frá sama skóla vorið 2020. Meistaraprófsritgerð hennar fjallar um réttaráhrif kaupsamnings og afsals í fasteignaviðskiptum. Í náminu sinnti Telma Sif m.a. aðstoðarkennslu í Bótarétti II, ásamt því að vera í starfsnámi hjá Tort lögmönnum ehf. Hún tók virkan þátt í félagslífinu og var m.a. meðlimur í leiguaðstoð Orators og funda- og menningarmálanefnd Orators. Samhliða námi starfaði Telma sem tónlistarkennari og verkefnastjóri í tónlistarskólanum í Grindavík en verkefni sem hún hafði yfirumsjón með var tilnefnt til Íslensku menntaverðlaunanna 2021. Telma Sif lauk námi til löggildingar fasteigna- og skipasala hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands vorið 2022 og er því einnig löggiltur fasteigna- og skipasali. Telma Sif hefur starfað hjá Novum lögfræðiþjónustu frá janúar 2022. 

Guðmundur Ómar Hafsteinsson

Guðmundur Ómar Hafsteinsson

Lögmaður

Guðmundur Ómar lauk Cand. juris frá Háskóla Íslands árið 2002 og LL.M gráðu í sjórétti frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð árið 2013. Hann hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2004 og fyrir Hæstarétti 2010. Guðmundur er reynslumikill lögmaður og hans helstu sérsvið eru málflutningur, fasteignakauparéttur, skipulags- og byggingarmál, kröfuréttur, vinnuréttur, hjónaskilnaðarmál, sifja- og erfðaréttur, skipti þrotabúa og gjaldþrotaréttur, verjendastörf og sjóréttur.

Guðmundur hefur setið í stjórn í ýmsum einkahlutafélögum og er varamaður í Úrskurðarnefnd velferðarmála. Guðmundur starfaði hjá Félagsmálaráðuneytinu á árunum 2001-2004 og hjá Lögmannsstofunni Fortis á árunum 2004-2022, þar sem hann var eigandi. Guðmundur gekk til liðs við Novum lögfræðiþjónustu í febrúar 2022. Þá var hann formaður Prófnefndar eignaskiptayfirlýsinga á árunum 2004-2008, sat í Stúdentaráði Háskóla Íslands 1999-2001 auk þess sem hann hefur verið í stjórn Handknattleiksdeildar HK frá árinu 2017.

Daði Ólafsson

Daði Ólafsson

Lögmaður

Daði hefur um árabil sinnt ráðgjafastörfum og rannsóknum á sviði fjármunaréttar og upplýsingatækni. Hann hefur lagt megináherslu á kaup, samruna og yfirtökur fyrirtækja, og ráðgjöf sem tengist alþjóðaviðskiptum og nytjaleyfissamninga upplýsingatæknifyrirtækja. Daði hefur mikla reynslu og sérþekkingu á allri lögfræðiráðgjöf í tengslum við samruna og yfirtökur, auk skjalagerðar vegna fjármögnunar og veðtöku í tengslum við slík viðskipti, auk þess að hafa annast kennslu á þessu sviði við lagadeild Háskóla Íslands. Daði hefur einnig aðstoðað fjölda fyrirtækja við endurskipulagningu rekstrar, skipti og stofnun dótturfélaga og útibúa erlendis. Daði hefur aðstoðað fjölda fyrirtækja við að innleiða nýju GDPR (persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins) og hafið rannsóknir og kennslu á block-chain og snjallsamningum á sviði samningaréttar.

Daði útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands 2006 og varð Héraðsdómslögmaður árinu síðar. Útskrifaðist með láði frá lagadeild Vínarháskóla 2015 og lauk sérnámi í hugverka- og upplýsingatæknirétti frá Stanford 2015. Sinnti lögfræðirannsóknum sem verkefnastjóri hjá the European Law Institute frá 2015-2017, með áherslu á rannsóknir á upplýsingatæknirétti, björgun rekstrar og endurskipulagningu félaga og áhrif nýrrar tækni á viðskiptarétt (platform viðskipti, stafræna vöru- og þjónustu og snjallsamninga). Sat fjölda ráðstefna og funda fyrir ELI, þar á meðal nokkrar ráðstefnur UNCITRAL, UNIDROIT og ENCJ.

Daði Hefur kennt samninga- og félagarétt við lagadeild Háskóla Íslands frá 2008 og var aðalkennari í félagarétti I við Háskóla Íslands frá 2010 – 2014. Daði kennir reglulega verðbréfamarkaðs- og kauphallarrétti og kaup- og sölu fyrirtækja við lagadeild, auk kennslu í samningagerð við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.

Telma Eir Aðalsteinsdóttir

Telma Eir Aðalsteinsdóttir

Rekstrar- og skrifstofustjóri

Telma Eir Aðalsteinsdóttir er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og BA- próf í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði (HHS) frá Háskólanum á Bifröst.

Telma starfar einnig sem framkvæmdastjóri ÍMARK, Samtök markaðsfólks á Íslandi.

Telma hefur víðtæka reynslu af rekstri fyrirtækja og félagasamtaka og hefur sinnt stjórnunarstöfum meðal annars hjá Félagi viðskipta- og hagfræðinga, Samtökum íslenskra framhaldsskólanema og SalesCloud.

Telma hefur setið í stjórnum ýmissa félagasamtaka, stofnanna og fyrirtækja meðal annars Menntasjóðs námsmanna, Vinnustaðanámssjóðs og eigin fyrirtækja í veitingarekstri.