Um Novum

Novum lögfræðiþjónusta ehf. er ný lögmannsstofa sem hóf starfsemi sína í byrjun september 2019. Þar er þekking, reynsla og hæfni til staðar til að veita góða alhliða lögfræðiþjónustu.

Novum leitast við að veita hraða en faglega þjónustu. Lagt er upp með að veita aðeins nauðsynlega þjónustu og ráðgjöf svo að viðskiptavinir þurfi aðeins að greiða fyrir það sem óhjákvæmilegt er.

Ólafur Lúther

Lögmaður, Novum lögfræðiþjónusta ehf.

Lögmaður síðan 2004

Ólafur Lúther Einarsson er eigandi og lögmaður hjá Novum. Hann útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands árið 2002 og hóf þá störf hjá Vátryggingafélagi Íslands hf. Hann öðlaðist réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómi 2004.

Þar var hann í hinum ýmsu störfum í um 16,5 ár eða þar til að hann hætti í lok apríl 2019.

Ólafur var fyrst lögmaður á tjónasviði og flutti yfir 30 dómsmál fyrir félagið. Árið 2008 varð hann lögmaður á skrifstofu forstjóra VÍS en tók svo við sem yfirlögfræðingur félagsins árið 2010 og varð samhliða því ritari stjórnar.

Að lokum varð hann framkvæmdastjóri árið 2017 (m.a. tjónamál og tryggingar) og gegndi þeirri stöðu þar til hann hætti störfum hjá VÍS í lok apríl 2019.

%d bloggers like this: