Þjónusta við fyrirtæki og stofnanir

Novum þjónustar fyrirtæki og stofnanir. Hér eru dæmi um málaflokka sem Novum veitir þjónustu í við fyrirtæki og stofnanir:

Vátrygginga- og fjármálastarfsemi

Lögmaður Novum hefur mikla reynslu í regluverki vátryggingafélaga. Hann var fulltrúi Samtaka fjármálafyrirtækja í nefnd, sem samdi frumvarp til laga um vátryggingastarfsemi, og varð að lögum nr. 100/2016. Hann  starfaði enn fremur sem yfirlögfræðingur hjá vátryggingafélagi í um sjö ár, frá 2010 til 2017.

Lög um vátryggingastarfsemi byggir á Solvency II, sem aftur á móti byggir á Basel II-III. Því hefur hann þurft að kynna sér vel löggjöf um fjármálastarfsemi í tengslum við lög um vátryggingastarfsemi.

 

Félagaréttur og rekstur fyrirtækja

Lögmaður Novum hefur mikla reynslu í lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög, lögum um ársreikninga, og fleiri lögum sem tengjast rekstri fyrirtækja almennt. Til hans hafa ratað ýmis fordæmalaus álitamál tengt fyrrgreindri löggjöf.

Hann hefur auk þess reynslu af rekstri félaga, en hann var framkvæmdastjóri hjá fyrirtæki á markaði með um 65 starfsmenn á sínu sviði. Bar hann ábyrgð á iðgjöldum, tjónamálum, tryggingamálum, áhættumati, alþjóðlegum viðskiptum, endurtryggingum o.fl. Þar hlaut hann reynslu af sjálfvirknivæðingu, starfsmannamálum og öðrum rekstrarmálum. Hann hefur enn fremur setið í stjórnum félaga og verið ritari stjórnar hjá félagi í kauphöll.

Stjórnarhættir

Stjórnarhættir eru hluti af félagarétti en þetta er orðið svo stórt og sértækt málefni að rétt er að hafa þennan málaflokk sér.

Lögmaður Novum hefur mikla reynslu á þessu sviði og hefur lagt sitt af mörkum í mótun stjórnarhátta hjá vátryggingafélögum og félögum á markaði. Reynsla sem yfirlögfræðingur, og sem ritari stjórnar, svo og stjórnarseta í félögum, er mikilvæg upp á geta gefið rétta lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við stjórnarhætti. Það að hafa verið í eldlínunni gefur sérstæða reynslu sem nýtist vel í ráðgjöfinni.

Regluvarsla

Novum býður upp á ráðgjöf í tengslum við regluvörslu, hvort sem um er að ræða regluvörslu skv. lögum um verðbréfaviðskipti eða almenna regluvörslu fyrirtækja.

Lögmaður Novum hefur hlotið löggildingu í verðbréfamiðlun. Hefur hann enn fremur verið starfandi regluvörður hjá skráðu félagi á markaði, auk þess að hafa verið verkefnastjóri í tengslum við skráningu félags á markað.

Einnig hefur lögmaður Novum þekkingu á lagalegri áhættu fyrirtækja, m.a. hvernig slík áhætta er greind, metin, stýrð og fylgt eftir, og því öðlast reynslu og skilning á þessari tegund áhættu í rekstri fyrirtækja. 

Upplýsingatækni og persónuvernd

Lögmaður Novum hefur þekkingu á og reynslu af samskiptum við Persónuvernd í tengslum við löggjöf um vernd persónuupplýsinga, enn fremur af innleiðingu reglna um vernd persónuupplýsinga hjá fyrirtækjum.

Samskipti við eftirlitsstjórnvöld

Lögmaður Novum er með mjög víðtæka reynslu af samskiptum við Fjármálaeftirlitið, bæði formlegum og óformlegum, sem og skriflegum og munnlegum. Hefur hann komið að yfir 100 formlegum erindum frá Fjármálaeftirlitinu, stórum og smáum, og svörum við þeim.

Rafræn viðskipti og rafrænar undirskriftir

Lögmaður Novum hefur í fjölmörg ár fengist við að finna lausnir til að auðvelda rafræn viðskipti. Enn fremur hvernig sjálfvirkni í ferlum, AI, sjálfsafgreiðsla viðskiptavina o.fl. passar við löggjöfina. Lögð er áhersla á lausnamiðaða ráðgjöf án þess að gefa afslátt af kröfum laganna.

Á hinum endanum er þekking til staðar á hvaða kröfur eru gerðar til fyrirtækja sem vilja stunda rafræn viðskipti en á sum fyrirtæki eru lagðar sérstakar skyldur, s.s. upplýsingaskylda, áður en viðskipti geta átt sér stað.

%d bloggers like this: