Þjónusta við fyrirtæki og stofnanir
Novum þjónustar fyrirtæki og stofnanir. Hér eru dæmi um málaflokka sem Novum veitir þjónustu í við fyrirtæki og stofnanir:
Vátrygginga- og fjármálastarfsemi
Lögmenn Novum hafa mikla reynslu í regluverki vátryggingafélaga. T.a.m. sat lögmaður hjá Novum í nefnd, sem ráðherra skipaði, sem samdi frumvarp til laga um vátryggingastarfsemi, og varð að lögum nr. 100/2016. Viðkomandi lögmaður starfaði enn fremur sem yfirlögfræðingur hjá vátryggingafélagi í um sjö ár, frá 2010 til 2017, og var framkvæmdastjóri þar frá 2017 til 2019.
Lög um vátryggingastarfsemi byggir á Solvency II, sem aftur á móti byggir á Basel II-III. Því hefur lögmaðurinn þurft að kynna sér vel löggjöf um fjármálastarfsemi í tengslum við lög um vátryggingastarfsemi.
Félagaréttur og rekstur fyrirtækja
Lögmenn Novum hafa mikla reynslu í lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög, lögum um ársreikninga, og fleiri lögum sem tengjast rekstri fyrirtækja almennt. Til þeirra hafa ratað ýmis fordæmalaus álitamál tengt fyrrgreindri löggjöf.
Meðal þeirrar þjónustu sem Novum veitir á þessu sviði má nefna ráðgjöf vegna samruna eða yfirtöku fyrirtækja, áreiðanleikakannanir, ráðgjöf við stofnun fyrirtækja, val á félagaformi ásamt viðeigandi skjalagerð, ráðgjöf vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar, skiptingu og slit félaga, breytingu á félagaformi, stjórnun aðalfunda og hluthafafunda, ráðgjöf og þjónustu í samskiptum við stjórnvöld og hagsmunagæslu í ágreiningsmálum, jafnt á vettvangi stjórnvalda sem dómstóla.
Stjórnarhættir
Stjórnarhættir eru hluti af félagarétti en þetta er orðið svo stórt og sértækt málefni að rétt er að hafa þennan málaflokk sér.
Lögmenn Novum hefur mikla reynslu á þessu sviði og hafa t.a.m. lagt sitt af mörkum í mótun stjórnarhátta hjá vátryggingafélögum og félögum á skipulegum markaði. Reynsla sem yfirlögfræðingur, og sem ritari stjórnar, svo og stjórnarseta í félögum, er mikilvæg upp á geta gefið rétta lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við stjórnarhætti. Það að hafa verið í eldlínunni gefur sérstæða reynslu sem nýtist vel í ráðgjöfinni.
Regluvarsla
Novum býður upp á ráðgjöf í tengslum við regluvörslu, hvort sem um er að ræða regluvörslu skv. lögum um verðbréfaviðskipti eða almenna regluvörslu fyrirtækja.
Lögmaður hjá Novum hefur hlotið löggildingu í verðbréfamiðlun. Hefur hann enn fremur verið starfandi regluvörður hjá skráðu félagi á markaði, auk þess að hafa verið verkefnastjóri í tengslum við skráningu félags á markað.
Einnig hefur lögmaður hjá Novum mikla þekki
Á meðal lögmanna Novum er stundakennari kauphallarrétti við Háskólann á Bifröst.
Upplýsingatækni og persónuvernd
Lögmenn Novum hafa þekkingu á og reynslu af samskiptum við Persónuvernd í tengslum við löggjöf um vernd persónuupplýsinga, enn fremur af innleiðingu reglna um vernd persónuupplýsinga hjá fyrirtækjum. Það þarf að varast margt í tengslum við innleiðingu slíkra reglna hjá fyrirtækjum og getur Novum aðstoðað og létt undir við slíka innleiðingu.
Enn fremur veitir Novum aðstoð við einstök mál sem upp kunna að koma hjá fyrirtækjum, s.s. vegna aðgangs að gögnum hjá fyrirtækinu.
Samskipti við eftirlitsstjórnvöld
Það er ekki sama hvernig mál eru höndluð af fyrirtækjum sem hafa fengið erindi frár eftirlitsstjórnvöldum.
Lögmenn Novum eru með mjög víðtæka reynslu af samskiptum við Fjármálaeftirlitið, bæði formlegum og óformlegum, skriflegum og munnlegum. Hafa þeir komið að því að svara yfir 100 formlegum erindum frá Fjármálaeftirlitinu, stórum og smáum.
Rafræn viðskipti og rafrænar undirskriftir
Lögmaður hjá Novum hefur í fjölmörg ár fengist við að finna lausnir til að auðvelda rafræn viðskipti milli fyrirtækja og viðskiptavina. Enn fremur hvernig sjálfvirkni í ferlum, AI, sjálfsafgreiðsla viðskiptavina o.fl. passar við hlutaðeigandi löggjöf. Lögð er áhersla á lausnamiðaða ráðgjöf.
Á hinum endanum er þekking til staðar á hvaða kröfur eru gerðar til fyrirtækja sem vilja stunda rafræn viðskipti en á sum fyrirtæki eru lagðar sérstakar skyldur, s.s. upplýsingaskylda, áður en viðskipti geta átt sér stað.