Þjónusta við einstaklinga

Novum veitir alhliða lögfræðiþjónustu við einstaklinga. Hér eru dæmi um málaflokka um þjónustu Novum við einstaklinga:

Skaðabóta- og vátryggingamál

Með vel yfir 100 dómsmál í farteskinu og áratuga reynslu er Novum mjög vel í stakk búið til að veita framúrskarandi lögfræðilega þjónustu á þessu sviði. Á það við um öll svið skaðabóta- og vátryggingaréttar, s.s. varðandi almannatryggingar, sjórétt, starfsábyrgðarmál, vinnuslys, o.fl. 

Það er mikilvægt að fá góða og rétta ráðgjöf þegar einstaklingur lendir í slysi þannig að líkamstjón hlýst af eða í annars konar tjóni, s.s. munatjóni eða vegna galla í fasteign. Það sama gildir berist krafa frá kaupanda fasteignar eða öðrum mögulegum tjónþola. Fyrstu viðbrögð skipta sköpum. Novum er tilbúið að fylgja þér alla leið. 

Fyrsta viðtal við lögmann þar sem lagt er mat á réttarstöðu þína er þér alltaf að kostnaðarlausu. Novum getur ekki tekið að sér mál gegn VÍS sökum hagsmunaárekstra. 

Erfðaskrár og dánarbú

Ef einstaklingur vill ráðstafa fjármunum sínum með öðrum hætti en fram kemur í erfðalögum er ein leið að gera erfðaskrá. Þar sem ýmsar takmarkanir eru á því hvernig einstaklingur má ráðstafa fjármunum sínum með erfðaskrá er gott að leita til sérfræðings, í þeim tilgangi að erfðaskráin standist þegar á hana reynir. Novum hefur reynslu í gerð erfðaskráa og er ávallt tilbúið að aðstoða þig. 

Novum tekur einnig að sér skipti dánarbúa enda með víðtæka reynslu á því sviði.

Upplýsingatækni og persónuvernd

Lögmenn Novum hafa góða þekkingu og reynslu á lögum um vernd persónuupplýsinga og reynslu af samskiptum við og málum hjá Persónuvernd. Enn fremur hefur Novum reynslu af innleiðingu stefna og reglna um vernd persónuupplýsinga hjá fyrirtækjum og stofnunum. 

Neytendaréttur

Nánast því á hverjum degi er fólk í hlutverki neytenda. Réttindi neytenda eru sem betur fer sífellt að aukast en það getur verið erfitt að átta sig á öllu regluverkinu og þeim réttindum sem maður raunverulega hefur. 

Novum hefur þekkingu og reynslu á þessu sviði og getur aðstoðað þig við að ná fram þeim rétti sem þú átt í samskiptum þínum sem neytandi. 

Önnur lögfræðileg þjónusta

  • Gallamál (fasteignir og lausafé)
  • Samningaréttur
  • Húsaleigumál
  • Veðréttur
  • Stjórnsýsluréttur
  • Stofnun fyrirtækja