Þjónusta við einstaklinga
Novum veitir alhliða lögfræðiþjónustu við einstaklinga. Hér eru dæmi um málaflokka um þjónustu Novum við einstaklinga:
Skaðabóta- og vátryggingamál
Með yfir 30 dómsmál í farteskinu og yfir 16 ára reynslu er Novum mjög vel í stakk búið til að veita framúrskarandi lögfræðilega þjónustu á þessu sviði. Á það við um öll svið skaðabóta- og vátryggingaréttar, s.s. varðandi almannatryggingar, sjórétt, starfsábyrgðarmál, vinnuslys, o.fl.
Það er mikilvægt að fá góða og rétta ráðgjöf þegar einstaklingur lendir í slysi þannig að líkamstjón hlýst af eða í annars konar tjóni, s.s. munatjóni eða vegna galla í fasteign. Novum er tilbúið að fylgja þér alla leið.
Fyrsta viðtal við lögmann þar sem lagt er mat á réttarstöðu þína er þér alltaf að kostnaðarlausu. Novum getur ekki tekið að sér mál gegn VÍS sökum hagsmunaárekstra.
Erfðaskrár og dánarbú
Novum tekur einnig að sér skipti dánarbúa enda með reynslu af því.
Upplýsingatækni og persónuvernd
Neytendaréttur
Novum hefur þekkingu og reynslu á þessu sviði og getur aðstoðað þig við að ná fram þeim rétti sem þú átt í samskiptum þínum sem neytandi.
Önnur lögfræðileg þjónusta
- Gallamál (fasteignir og lausafé)
- Samningaréttur
- Húsaleigumál
- Veðréttur
- Stjórnsýsluréttur
- Stofnun fyrirtækja